Safnaðarsamkomur og tilbeiðsla
Tilbeiðsla á Guði verður að eiga sér stað bæði í anda og sannleika. Ekki bara í anda eða bara í sannleika, heldur í anda og sannleika. Þess vegna verðum við að segja að Guð gefur okkur ekki leyfi til að tilbiðja sig hvernig sem við viljum. Ekki einu sinni þegar tilbeiðslan beinist að honum að nafninu til. Slík tilbeiðsla er ekki það sem honum líkar. Guði, í sínum fullkomna heilagleika og fegurð, er umhugað um þá tegund tilbeiðslu sem beinist að honum.